17.10.2006
Í samantekt frá organista kirkjunnar, Eyþóri Inga Jónssyni, kemur fram að á tímabilinu 1. maí til 15. október voru sextíu mismunandi sálmar sungnir í sunnudagsguðsþjónustum. Sumir þeirra voru sungnir oftar en einu sinni á umræddu tímabili og þrír sálmar komu við sögu í þremur guðsþjónustum á þessum fimm og hálfa mánuði. Þetta voru sálmarnir Gegnum Jesú helgast hjarta (47), Enginn þarf að óttast síður (505) og Dag í senn (712). Nokkuð kom á óvart í samantektinni hve margir sálmar voru notaðir á þessu tiltölulega stutta tímabili en það staðfestir væntanlega þá miklu flóru sem Sálmabók kirkjunnar býr yfir.