Já páskar eru vor og vor er líf. Vorið þýðir bara eitt að dimmum vetri er að ljúka og lífið hefur yfirhöndina, allt
umhverfið iðar brátt af upprisu, sólin bræðir snjó- skaflana og dansar kringum mannfólkið. Hann er upprisinn segir sólin, hann er upprisinn
úar æðar- fuglinn, hann er upprisinn hrópar niður árinnar um leið og hún losar klakaböndin. Hann er upprisinn hvíslar jarðvegurinn,
tilbúinn að næra jurtina. Hann er upprisinn kallar vorið á meðan þú nuddaðir stýrurnar og reiknar út líkurnar. Við
fögnum frelsinu hér í Akureyrarkirkju með eftirfarandi dagskrá:
Föstudagurinn langi: Kyrrðarstund við krossinn kl 21:00. Máttug stund þar sem við minnumst fórnarinnar og mátum eigið
líf við Jesú, píslarsagan er lesin í bland við fagra tóna en stundinni lýkur með því að kirkjugestir ganga hljóðir
út í nóttina eða inn í Getsemanegarð hugans. Prestur séra Svavar Alfreð Jónsson.
Páskadagur upprisuhátíð: Hátíðarguðsþjónusta kl 8:00, einhver dásamlegasta messa ársins.
Á eftir býður kvenfélagið til morgunverðar í Safnaðarheimilinu og þar er mönnum frjálst að stíga á stokk, segja
skemmtisögur og brandara eða eitthvað annað sem hressir andann á hinum árlega Páskahlátri.Prestur séra Hildur Eir Bolladóttir.
Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju í umsjá séra Sunnu Dóru Möller, Hjalta Jónssonar,
Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Sigríðar Huldu Arnardóttur. Barnakórar kirkjunnar syngja af snilld.
Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Lögmannshlíð. Prestur er séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr
Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Kl. 15:30 Guðsþjónusta á Hlíð. Prestur er séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Annar dagur páska: Hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17.00. Prestur er séra Svavar Alfreð
Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.