Sumarnámskeið fyrir krakka í 4. - 6. bekk (árg. 2011-2010-2009)

Í júní, þegar grunnskóla er lokið bjóðum við í Akureyrarkirkju upp á tvö sumarnámskeið sem kallast HJÁLPSEMIDAGAR! 

Um ræðir tvö eins námskeið, þrjá daga hvort.

Fyrra námskeiðið er 9. -11. júní frá kl. 9 - 12 á morgnana

Seinna námskeiðið er 14. - 16. júní frá kl. 9: -12 á morgnana

Hægt er að skrá sig á netfanginu; sonja@akirkja.is fyrir 1. júní og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.  Takmarkaður fjöldi!

Þar sem þetta eru tvö eins námskeið er bara hægt að skrá sig á annað þeirra.

Verkefnin fjalla um hjálpsemi í sinni víðustu mynd. Farið verður í stofnanir/fyrirtæki nálægt kirkjunni, allskonar leiki, úti og inni, smáferðir og fleira skemmtilegt. 

Námskeiðin eru kostnaðarlaus þátttakendum, en nesti að heiman er nauðsynlegt a.m.k einn daginn.  Allar nánari upplýsingar verða sendar þegar skráningu er lokið. 

Umsjón með sumarnámskeiðunum hefur Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi.