Það er þýski organistinn Christof Pülsch sem kemur fram á
þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 19. júlí kl.
17.00. Christof Pülsch stundaði
kirkjutónlistarnám við hinn virta tónlistarháskóla í Detmold í Þýskalandi og síðar framhaldsnám í orgelleik
hjá prófessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Sviþjóð. Hann hefur komið víða fram sem einleikari á orgel og frá
árinu 2007 hefur hann verið kantor við Zionskirche í Bethel í Þýskalandi, sem er þekkt fyrir öflugt tónlistarstarf, en þar
stjórnar hann m.a. þremur kórum. Hann hefur tvisvar ferðast með Stúlknakór Akureyrarkirkju sem undirleikari þeirra á
tónleikaferðalagi. Fyrst til Austurríkis og Slóveníu árið 2006 og svo um Þýskaland árið 2008.
Á efnisskrá Christofs eru verk eftir Alexandre Guilmant og Jean Langlais.
Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.