Sunnudagur 21. apríl
Kl. 11.00: Hátíðarmessa og setning Kirkjulistaviku í
Akureyrarkirkju.
Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð
Jónsson. Frú Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup prédikar. Formaður sóknarnefndar, Rafn Sveinsson, setur
hátíðina. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organistar eru Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi
Jónsson.
Kl. 11.00: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu.
Sr. Sunna
Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Rebbi refu segja sögur, spila á gítar og syngja með krökkunum.
Kl. 11.30: Kaffi Ilmur opnar útibú í anddyri Safnaðarheimilisins og býður upp á ilmandi kræsingar í Kirkjulistaviku. Opið
frá kl. 11.30-17.00 sunnudag til fimmtudags.
Kl. 12.00: Opnun myndlistarsýningar Gullu Sigurðardóttur í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Aðgangur ókeypis.
Kl. 17.00: Fuglakabarett í Akureyrarkirkju. Barnakórar og
Stúlknakór Akureyrarkirkju ásamt hljómsveit Daníels
Þorsteinssonar flytja glænýjan söngleik um fuglinn Krumma sem tekur á móti farfuglunum að vori. Höfundar eru
Daníel Þorsteinsson og
Hjörleif Hjartarson. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og leikstjóri er
Ívar Helgason.
Aðgangur ókeypis.