Vetrarstarf Akureyrarkirkju er smátt og smátt að hefjast þó formlegt upp vetrarstarfsins sé ekki fyrr en sunnudaginn 14. september nk.
Fyrsti foreldramorgunn vetrarins er miðvikudaginn 3. september frá kl. 10.00-12.00 og hittast foreldrarnir í Safnaðarheimilinu. Umsjón með foreldramorgnum er
Ásrún Ýr Gestsdóttir.
Næstkomandi fimmtudag 4. september eru fyrstu kóræfingar hjá barna- og Stúlknakórnum. Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) æfir frá kl.
15.00-16.00, eldri barnakórinn frá kl. 16.00-17.00 og Stúlknakórinn frá kl. 17.30-19.00. Stjórnandi kóranna er Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir. Nánari upplýsingar og skráning er á netfangið sigrun@akirkja.is eða í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00
virka daga.
Miðvikudaginn 10. september hefst svo barna- og æskulýðsstarfið í Safnaðarheimilinu. Kirkjukrakkar (6-9 ára) koma saman kl. 15.00-16.00, TTT starfið
(10-12 ára) kl. 17.00-18.00 og ÆFAK - Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju kl. 20.00-21.30. Umsjón með barna- og æskulýðsstarfinu hefur sr.
Sunna Dóra Möller ásamt ungleiðtogum.
Fermingarfræslan verður á þriðjudögum í vetur. Þá koma fermingarhóparnir í Safnaðarheimilið kl. 15.15-17.00. Fyrsti
hópurinn (Brekkuskóli) kemur 16. september, svo hópur tvö (Lundarskóli) 23. september og á þriðji hópurinn (Oddeyrar- og
Naustaskóli) kemur 30. september. Foreldrar/forráðamenn fá nánari upplýsingar um fermingarfræðslustundirar sendar í tölvupósti
á næstu dögum. Einnig viljum við minna á skráningu í fermingarfræðsluna sem stendur yfir þessa dagana.
Skráningarblað
má nálgast hér.