Útför

Þegar einhver úr söfnuðinum deyr þá fer fram útfararathöfn, venjulega í kirkju, og síðan greftrun í kirkjugarði. Undanfari hennar er kistulagning, sem er bænastund með ástvinum þegar hinn látni hefur verið lagður í kistuna, og áður en kistunni er lokað. Þessi bænastund er alltaf haldin og einnig þegar fram fer bænastund með ástvinum við andlátið sjálft.

Einkenni útfararathafnarinnar er hin kristna von um upprisu og eilíft líf. Jesús Kristur frelsar frá dauðanum. Í trú á hann leggjum við þau sem við kveðjum í vígða mold. Grafreitir og kirkjugarðar eru sérstaklega helgaðir í þessu skyni, nema þeir reitir sem ætlaðir eru fyrir þau sem eru utan kirkju eða tilheyra öðrum trúarsamfélögum.

Oftast eru þau sem deyja jarðsett í venjulegri kistu, en ef líkbrennsla hefur farið fram að lokinni útfararathöfninni er duftkerið jarðsett. Í flestum kirkjugörðum er minnismerki eða reitur vegna þeirra sem drukkna og finnast ekki eða týnast með öðrum hætti. Þá er haldin minningarathöfn í kirkjunni, en blómsveigur lagður við minnismerkið.

Hægt er að óska eftir þjónustu presta og organista Akureyrarkirkju við útför. Ástvinir greiða ekki fyrir prestþjónustu en annar kostnaður er greiddur í gegnum útfararstofu. Ef óskað er eftir að útför fari fram í Akureyrarkirkju fer sú bókun í gegnum útfararstofu sem annast útförina.

Útfararþjónusta KGA, http://www.kirkjugardur.is/utka/

Val mitt við lífslok
Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar tók saman skránna Val mitt við lífslok.
Megin tilgangur með skránni Val mitt við lífslok er að styðja fólk við að ákveða hvernig það óskar að hafa útför sína og annað sem tengist lífslokum þess.

Val mitt við lífslok

Prestar kirkjunnar:
Hildur Eir Bolladóttir, hildur@akirkja.is
Jóhanna Gísladóttir, johanna.gi@kirkjan.is
Aðalsteinn Þorvaldsson, adalsteinn@akirkja.is 

Organistar kirkjunnar:
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, sigrun@akirkja.is
Eyþór Ingi Jónsson, eythor@akirkja.is
Þ
orvaldur Örn Davíðsson, thorvaldurorn@akirkja.is