Kirkjulistavika 2015

Dagskrá 14. Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju
19.-26. apríl 2015


Sunnudagur 19. apríl
Kl. 11.00: Davíðsmessa, ljóð og trúarboðskapur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og setning Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson. Sr. Karl Sigurbjörnsson fyrrum biskup Íslands prédikar. Tónlist: Kór Akureyrarkirkju, Elvý G. Hreinsdóttir, Birkir Blær ÓðinssonSigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson.
Kl. 11.00: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu.
Sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson segja sögur, spila á gítar og syngja með krökkunum. Kl. 11.30: Kaffi Ilmur opnar útibú í Safnaðarheimilinu og býður upp á ilmandi kræsingar í Kirkjulistaviku. Opið frá kl. 11.30-17.00 sunnudag til laugardags. Kl. 12.00: Opnun sýninga í Safnaðarheimilinu og kapellu. Joris Rademaker og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýna verk sín. Aðgangur ókeypis.

Kl. 12.30: Davíðstónleikar í Safnaðarheimilinu. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn Hjartarson gítarleikari flytja lög við ljóð Davíðs Stefánssonar.

Kl. 17.00: Tónleikar í Akureyrarkirkju. Kammerkór Norðurlands og Sönghópurinn Hljómeyki flytja messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin ásamt fleiri verkum Stjórnendur: Marta Guðrún Halldórsdóttir og Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðgangseyrir kr. 2000,-

Kl. 20.00: Æðruleysismessa í Dalvíkurkirkju. Reynslusaga, bænagjörð og blessun með olíu. Hjalti Jónsson sér um tónlistina. Prestarnir sr. Magnús G. Gunnarsson, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Sunna Dóra Möller leiða stundina. Kaffisopi að samveru lokinni.


Mánudagur 20. apríl
Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið.


Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari leikur verk eftir Mendelssohn, Scheidt og Böellmann. Aðgangur ókeypis.

Kl. 17.30: Námskeið í Biblíumatargerð í Naustaskóla. Umsjón sr. Svavar Alfreð Jónsson. Þátttakendur elda þriggja rétta máltíð og bjóða einum gesti hver til veislumáltíðar kl. 19.00. Skráning á netfangið gyda@akirkja.is eða í síma 462-7700 (milli kl. 9.00-13.00 virka daga) til mánudags. Þátttökugjald kr. 5000,- bókin Biblíumatur er innifalin.

Þriðjudagur 21. apríl
Kl. 9.00: Morgunsöngur í kapellu.
Stutt bænastund með sálmasöng.

Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið.

Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju. Þórir Jóhannsson bassaleikari og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari flytja verk eftir Bach, Bruch og fleiri. Aðgangur ókeypis.

Miðvikudagur 22. apríl
Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 10.00-12.00: Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. 
Umsjón Ásrún Ýr Gestsdóttir. Sandra Rebekka Dudziak ræðir um list og börn. Börnin gera myndir sem verða til sýnis í Eymundsson, Hafnarstræti.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið. 

Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju. Alexander Smári Edelstein leikur á píanó. Aðgangur ókeypis.

Kl. 15.00: Kirkjukrakkar í Safnaðarheimilinu.

Kl. 17.00: TTT-starf í Safnaðarheimilinu.


Kl. 20.00: Opið hús hjá Æskulýðsfélaginu í Safnaðarheimilinu.

Fimmtudagur 23. apríl, sumardagurinn fyrsti
Kl. 9.00-16.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið. 

Kl. 13.30: Vorferð eldri borgara við Akureyrarkirkju til Grenivíkur. 
Fararstjóri sr. Hildur Eir Bolladóttir. Ferðin kostar kr. 2500,- Skráning í síma 462-7700 milli kl. 9.00-13.00 virka daga til og með 21. apríl.

Föstudagur 24. apríl
Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið. 

Laugardagur 25. apríl
Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið. 

Kl. 16.00: Fyrirlestur Barokksmiðju Hólastiftis í kapellu Akureyrarkirkju.
 
Dieterich Buxtehude - Frumkvöðull í kirkjutónlist. Aðgangur ókeypis.

Sunnudagur 26. apríl
Kl. 11.00: Lokahátíð barnastarfsins. 
Sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson sjá um hátíðina sem fram fer í Akureyrarkirkju. Una Haraldsdóttir leikur á orgel. Yngri og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Eyþór Ingi Jónsson leikur á píanó. Boðið verður upp á pizzaveislu og skemmtiatriði í Safnaðarheimilinu strax á eftir.

Kl. 12.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 17.00: Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju. Flutt verður tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Charles Stanford og fleiri. Frumflutt verður Te Deum eftir Michael Jón ClarkeKór Akureyrarkirkju, Kór Möðruvallaklausturskirkju, Hymnodia og félagar úr Kammerkór Norðurlandssyngja. Helena Guðlaug Bjarnadóttir syngur einsöng, Ella Vala Ármannsdóttir leikur á horn og Eyþór Ingi Jónsson á orgel. Stjórnandi er Sigrún Magna ÞórsteinsdóttirAðgangseyrir kr. 2000,-

Samstarfsaðilar: Kór Akureyrarkirkju, Kór Möðruvallaklausturskirkju, Hymnodia, Kammerkór Norðurlands, Sönghópurinn Hljómeyki, Dalvíkurprestakall, Minjasafnið á Akureyri, Barokksmiðja Hólastiftis og Kaffi Ilmur.