Trúarleg þjónusta á SAk

Prestur er starfandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Hann sinnir sálgæslu og andlegum stuðningi við sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk sjúkrahússins. Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum. Þjónustan stendur öllum opin án tillits til lífsskoðana eða trúarafstöðu. Sjúkrahúsprestur annast einnig fræðslu, sér um hópastarf í samvinnu við annað starfsfólk sjúkrahússins og leiðir helgihald fyrir þau sem þess óska.

Senda má sjúkrahúspresti beiðni um þjónustu með tölvupósti, svavar@sak.is, eða með því að hringja í hann, 8602104. Einnig getur starfsfólk sjúkrahússins haft milligöngu um að ná í prestinn.

Núverandi sjúkrahúsprestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.