Kirkjulistavika 2013

Dagskrá 13. Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju
21. - 28. apríl 2013


Sunnudagur 21. apríl
Kl. 11.00: Hátíðarmessa og setning Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju.
Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson. Frú Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup prédikar. Formaður sóknarnefndar, Rafn Sveinsson, setur hátíðina. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organistar eru Sigrún Magna Þórsteinsdóttirog Eyþór Ingi Jónsson.

Kl. 11.00: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu.
Sr. Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Rebbi refu segja sögur, spila á gítar og syngja með krökkunum.

Kl. 11.30: Kaffi Ilmur opnar útibú í anddyri Safnaðarheimilisins og býður upp á ilmandi kræsingar í Kirkjulistaviku. Opið frá kl. 11.30-17.00 sunnudag til fimmtudags.

Kl. 12.00: Opnun myndlistarsýningar Gullu Sigurðardóttur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Aðgangur ókeypis.

Kl. 17.00: Fuglakabarett í Akureyrarkirkju.Barnakórar og Stúlknakór Akureyrarkirkju ásamt hljómsveit Daníels Þorsteinssonar flytja glænýjan söngleik um fuglinn Krumma sem tekur á móti farfuglunum að vori. Höfundar eru Daníel ÞorsteinssonogHjörleif Hjartarson. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og leikstjóri erÍvar Helgason. Aðgangur ókeypis.

Mánudagur 22. apríl
Kl. 9.00-17.00: Myndlistarsýning Gullu Sigurðardóttur í Safnaðarheimilinu.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Fatamarkaður Stúlknakórs Akureyrarkirkju í anddyri Safnaðarheimilisins.
Kaffihúið opið.

Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju.
Margrét Árnadóttirsópran og Ívar Helgason píanóleikari flytja lög eftir Sigfún Halldórsson og fleiri.Aðgangur ókeypis.

Kl. 17.00: Opnun sýningar í Kapellu Akureyrarkirkju.
Eldri borgarar í Eyjafjarðarsveit eru þekktir fyrir handverk sitt og hér verður sýnt brot af því besta. Aðgangur ókeypis.

Kl. 20.00: "O, happy day" - Gospel-zúmba í Safnaðarheimilinu.Eva Reykjalín stýrir stuði og puði með Guði. Svitnum og verum glöð. Aðgangur ókeypis.

Þriðjudagur 23. apríl
Kl. 9.00: Morgunsöngur í kapellu Akureyrarkirkju.
Stutt bænastund með sálmasöng.

Kl. 9.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Fatamarkaður Stúlknakórs Akureyrarkirkju í anddyri Safnaðarheimilisins.
Kaffihúið opið.

Kl. 12.10: Klassískir tónar í hádeginu í Akureyrarkirkju.
Sigríður Hulda Arnardóttir mezzosópran ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara flytja fjölbreytta tónlist. Aðgangur ókeypis.

Kl. 13.00: Vorferð eldri borgara. Farið verður til Siglufjarðar. Þórarinn Hannesson tekur á móti hópnum á Ljóðasetrinu með fræðslu og söng, sr. Sigurður Ægisson segir sögu Siglufjarðarkirkju og að lokum mun hópurinn njóta kaffiveitinga á veitingahúsinu Rauðku. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Bíll fer frá Víðilundi kl. 12.25, Mýrarvegi kl. 12.35 og Hlíð kl. 12.45. Ferðin kostar kr. 2000. Skráning í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga.

Miðvikudagur 24. apríl
Kl. 9.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 10.00-12.00: Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir. Góðar veitingar, fræðsla, hlátur (barnagrátur) og gleði.

Kl. 11.30-17.00: Fatamarkaður Stúlknakórs Akureyrarkirkju í anddyri Safnaðarheimilisins.
Kaffihúið opið.

Kl. 12.10: Hugljúft í hádeginu í Akureyrarkirkju.
Konráð Vilhelm Bartsch leikur á gítar og syngur ásamt söngkonunni Kati Saarinen og Eyþóri Inga Jónssyni organista. Tónlistin sem flutt verður er eftir Konráð og Kati. Aðgangur ókeypis.

Kl. 20.00: Opið hús hjá Æskulýðsfélaginu í Safnaðarheimilinu.
ÆFAK - Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju verður með heimboð. Þetta er liður í því að kynna unglingamenningu í kirkjunni en ungmenni sem sækja starfið reglulega koma fram með tónlist og önnur atriði. Þau selja kaffi og dýrindis kökur til styrktar ferð sinni til Taize í Frakklandi í sumar.

Fimmtudagur 25. apríl, sumardagurinn fyrsti
Kl. 9.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 10.30: Fermingarmessa í Akureyrarkirkju.
Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Kl. 11.30-17.00: Fatamarkaður Stúlknakórs Akureyrarkirkju í anddyri Safnaðarheimilisins.
Kaffihúið opið.

Föstudagur 26. apríl
Kl. 9.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.
Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 27. apríl
Kl. 12.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.
Aðgangur ókeypis.

Sunnudagur 28. apríl
Kl. 11.00: Lokahátíð barnastarfsins.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson sjá um hátíðina sem fram fer í Akureyrarkirkju. Báðir barnakórar Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Sigríðar Huldu Arnardóttur. Una Haraldsdóttir leikur á orgel.
Pizzaveisla og skemmtiatriði í Safnaðarheimilinu strax á eftir.

Kl. 12.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.Aðgangur ókeypis.

Kl. 16.00: Hátíðartónleikar í Hofi.
Kór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt einsöngvurunum Huldu Björk Garðarsdóttur sópran, Alina Dubik alt, Snorra Wiumtenór og Ágústi Ólafssyni bassa flytja hið stórkostlega og gleðiríka verkMissa Dei Patriseftir Jan Dismas Zelenka. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.

Kl. 20.00: Harmóníkumessa í Akureyrarkirkju.
Sr. Svavar Alfreð Jónsson messar og söfnuðurinn dansar og syngur. Dansarar úr Vefaranum og félagar úr Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð stýra söng og dansi safnaðarins.