Sumartónleikar 2023

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

2. - 23. júlí 2023
37. starfsár / 37th year

Sunnudagur/Sunday 2. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Sálar-Drottningar.
Kvenorkan í fyrirrúmi á fyrsta viðburði tónleikaraðarinnar. 
Hver er þín uppáhalds drottning úr soul-tónlistarheiminum? Aretha Franklin, Etta James, Nina Simone, Ella Fitzgerald eða einhver allt önnur?
2. júlí munu söngkonurnar Jónína Björt, Guðrún Arngríms og Maja Eir stíga á stokk ásamt Helgu Kvam og flytja lög þessarar drottninga síðustu ára.

Sunnudagur/Sunday 9. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Olga 10 ára afmælisferð. 
Olga Vocal Ensemble hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Á tónleikunum í Akureyrarkirkju mun Olga fagna 10 ára afmælinu og syngja sín uppáhalds lög, allt frá klassíkum verkum yfir í popp og jazz lög og allt þar á milli. Mörg af þeim lögum sem flutt verða á tónleikunum hafa verið gefin út á plötum en Olga hefur gefið út 5 plötur síðan árið 2013 og árið 2021 komu út tvær, Aurora og Winter Light. Á tónleikunum verður hægt að kaupa þær plötur sem í boði eru auk þess sem hægt er að hlusta á þær á Spotify til að koma sér í gírinn fyrir tónleika. Hópinn skipa þeir Jonathan Ploeg, Matthew Lawrence Smith, Arjan Lienaerts, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov.

Sunnudagur/Sunday 16. júlí/July kl. 17/hrs.17 
FÁNA. 
Barokkbandið Brák flytur barokk-, klassíska og samtímatónlist á upprunahljóðfæri. Brákarkvartettinn leikur nú verkið FÁNU, samið fyrir kvartettinn af Þuríði Jónsdóttur 2019, ásamt strengjakvartetti eftir F. Schubert.

Sunnudagur/Sunday 23. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Hófaspil. 
Íslensk og norsk þjóðlög. Vonir og þrár í daglegu lífi Íslendinga og Norðmanna í gegnum tíðina. Efnisskráin samanstendur af íslenskum og norskum þjóðlögum yfir í hárómantíkina og síðan dægurlaga í okkar samtíð.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar.

Sumartónleikar - Aðgangur ókeypis   
Sommerkoncerter - Gratis adgang   
Summer concerts - Admission free   
Concerts d´été - Entrée gratuite   
Sommerkonzerte - Eintritt frei   

Upplýsingar/information: Jónína Björt Gunnarsdóttir   
Sími/tel: 663-8868    
Tölvupóstur/email: joninabjort@gmail.com   

https://www.akureyrarkirkja.is/is/tonlist/sumartonleikar