Tónleikar 2019

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

7. - 28. júlí 2019
33. starfsár / 33rd year

Sunnudagur/Sunday 7. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Markus Rupprecht - Oregelleikari.

Markus er fæddur árið 1981 en hann útskrifaðist frá tónlistarskólanum í Regensburg og er með gráður frá Piteå í Svíþjóð og Vín í Austurríki, þar sem hann nam kirkjutónlist, orgel og hapsíkord með Michael Radulescu, Hans-Ola Ericsson og Stefan Baier. Hingað til hafa tónleikaferðir hans ekki aðeins náð til Evrópu, þ.e. Þýskalands, Austurríkis, Skandinavíu, Spánar, Portúgals, Tékklands og Búlgaríu heldur einnig til Mexíkó, Kúbu og Rússlands. Markus hefur einnig reynslu af því að vinna með atvinnu kórum og sönghópum. Skynbragð hans á tjáningu hvers einasta tóns og fumlaus tækni við leik á hljóðfærið gerir honum kleift að láta orgelið hljóma kraftmikið en næmt á sama tíma.
Á efnisskránni verða flutt orgelverk eftir til dæmis Bach, Mozart, Georg Böhm og fleiri. 

Sunnudagur/Sunday 14. júlí/July kl. 17/hrs.17
Ösp Eldjárn og Valeria Pozzo.

Ösp Eldjárn og Valeria Pozzo kynntust haustið 2011 þegar þær hófu báðar nám við tónlistarskóla í London. Síðan þá hafa þær haldið fjölda tónleika saman, bæði á Íslandi og Bretlandi. Að þessu sinni munu þær stöllur flytja lög eftir Ösp, í bland við nokkur uppáhalds lög þeirra úr barnaleikritum Astridar Lindgren, Þorvaldar Þorsteinssonar og fleiri. 

Sunnudagur/Sunday 21. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Corpo Di Strumenti - Ástin heldur að ég sofi.

Sellóleikaranir í Corpo di Strumenti, ásamt tenórsöngvaranum ástsæla Eyjólfi Eyjólfssyni, flytja perlur sautjándu aldarinnar frá Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þangað sækir Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir að auki innblástur að tveim nýjum sönglögum sem frumflutt verða á tónleikunum.
Barokkhópurinn Corpo di Strumenti hefur margsinnis komið fram á hátíðum víða um Ísland og í Frakklandi. Tónlist sextándu og sautjándu aldarinnar er hópinum sérlega hugleikin og er það hópnum mikil ánægja að flytja sína uppáhaldstónlist ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni. Eyjólf þarf vart að kynna. Hann hefur sungið í óperum og á tónleikum víða um heim og á Íslandi. Þá er hann einnig ötull þátttakandi í sprellifandi þjóðlagahefðinni með langspil við hönd. Eyjólfur var á dögunum tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngvari ársins.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir semur lög og ljóð og hefur nýlega gefið út aðra ljóðabók sína, FUGL/BLUPL. Corpo di Strumenti á sér indípopp-alter-ego undir nafninu SÜSSER TROST. Hópurinn sendir nú frá sér plötuna Ljúfa huggun með lögum Steinunnar, sem njóta sívaxandi vinsælda.
Hægt er að fylgjast með hópnum á vefnum: corpodistrumenti.org og hægt er að finna okkur sem Corpo di Strumenti / SÜSSER TROST á facebook.

Sunnudagur/Sunday 28. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Skálholtstríó.

Skálholtstríóið, eins og nafnið gefur til kynna, tengist Skálholti en þar hafa þeir félagar spilað mikið saman síðustu ár við hinar ýmsu kirkjuathafnir. Í kjölfarið ákváðu þeir að mynda formlegt tríó og halda tónleika víða um land og verða m.a. með hádegistónleika í Hallgrímsskirkju og koma fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju nú í sumar. Tríóið skipar: Jón Bjarnason á orgel og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson ásamt Jóhanni Stefánssyni á trompet. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, en á henni er m.a. að finna verk eftir J.S Bach, A. Vivaldi, Eugene Bozza, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana ofl.

Tónleikaröðin er styrkt af KEA, Akureyrarstofu, Akureyrarbæ og er partur af Listasumri á Akureyri.

Sumartónleikar - Aðgangur ókeypis   
Sommerkoncerter - Gratis adgang   
Summer concerts - Admission free   
Concerts d´été - Entrée gratuite   
Sommerkonzerte - Eintritt frei   

Upplýsingar/information: Jónína Björt Gunnarsdóttir   
Sími/tel: 663-8868    
Tölvupóstur/email: joninabjort@gmail.com   

www.akirkja.is/page/sumartonleikar