Barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju
Veturinn 2024-2025
Kirkjukrakkar:
Kirkjukrakkar er kirkjustarf fyrir 6-9 ára börn, 1.-4. bekk. Starfið fer fram á miðvikudögum kl. 15.00-16.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Starfið er líflegt og skemmtilegt. Alltaf er byrjað á því að spjalla, kveikja á kertum og farið með bæn. Svo er farið í ýmiskonar leiki, s.s. ratleiki, feluleiki, spurningaleikir, tilraunir eru gerðar, bakstur, bingó, slökun, núvitund, leiklist, föndur ofl. Lesnar eru biblíusögur og sungið. Áhersla er lögð á að börnunum líði vel og næri sálina með umræðum og verkefnum um tilfinningar og dygðir, s.s. samkennd, hjálpsemi og virðingu svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að hver og einn fái að njóta sín og að sköpunargleði hvers og eins fái að blómstra. Öll börn á þessum aldri eru velkomin í starfið. Börn sem eru í frístundaheimili Brekkuskóla eru sótt þangað og foreldrar sækja þau svo í kirkjuna að stund lokinni, eða þau ganga sjálf heim.
Umsjón með kirkjukrökkum hefur Tinna Hermannsdóttir ásamt aðstoðarfólki.
TTT-starf:
TTT-starfið er kirkjustarf fyrir 10-12 ára börn. (5.-7. bekk) Stundirnar eru á miðvikudögum kl. 16.30-17.30 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Samverurnar byggjast upp á fræðslu, leikjum og fleiru skemmtilegu sem við finnum upp á að gera saman. Má þar telja til föndur, tilraunir, minute to win it keppni, spurningaleikir, kompásverkefni, spilakvöld, bollakökuskreyting, allskonar leikir, uppákomur ofl. Áhersla er lögð á virkni, sjálfstæði og frumkvæði barnanna og einnig að þeim líði vel. Öll börn á þessum aldri eru velkomin í þessar stundir.
Umsjón með TTT-starfinu hefur Tinna Hermannsdóttir ásamt aðstoðarfólki.
Æskulýðsfélagið ÆFAK:
Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju - ÆFAK er elsta starfandi æskulýðsfélag á landinu. Samverurnar eru í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20.00-21.30. Þetta starf er fyrir ungmenni í 8.-10. bekk. Í æskulýðsfélaginu komum við saman og leikum okkur, spjöllum um lífið og tilveruna, vinnum að áhugaverðum verkefnum og margt fleira. Farið er á 1-2 mót á hverjum vetri þar sem krakkarnir taka þátt í dagskrá yfir heila helgi ásamt öðrum æskulýðsfélögum annars staðar af landinu. Þykja þessi mót mikil gulrót í starfinu. Fjáraflanir hafa verið haldnar vegna mótanna, t.d. með bingó, pizzulottó eða annað. Í starfinu er lögð áhersla á virkni, sjálfstæði og ábyrgð einstaklinganna þar sem hver og einn fær að njóta sín.
Umsjón með æskulýðsfélaginu hefur Tinna Hermannsdóttir ásamt aðstoðarfólki.
Sunnudagaskólinn:
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er alla sunnudaga yfir veturinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 11.00. Einn sunnudag í mánuði er fjölskyldumessa og er þá sunnudagaskólinn hluti af henni og fer messan fram í kirkjunni. Sunnudagaskólinn er uppbyggileg samvera fyrir börn á öllum aldri, foreldra, ömmur og afa, frænkur og frændur. Sagðar eru biblíusögur, brúðuleikrit og mikill söngur og gleði. Oft er farið í einn stuttan leik og haldið er upp á afmæli barnanna 1x í mánuði.
Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Tinna Hermannsdóttir ásamt tónlistarfólki.
Hægt er að hafa samband við Tinna Hermannsdóttir í síma 462-7702 eða á netfanginu tinna@akirkja.is