Fjölskyldumessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00 - Lokahátíð barnastarfsins
21. apríl kl. 11:00-12:00
Allir
Akureyrarkirkja
Það verður fjölbreytt og falleg stund í kirkjunni okkar á sunnudaginn kemur. Mörg börn leggja hönd á plóg og koma framm og syngja og leika á hljóðfæri. Sögð verður biblíusaga og spjallað. Eftir stundina er öllum boðið niður í grillaðar pylsur og djús/vatn. Þegar búið er að seðja sárasta hungrið mun Ívar Helgason, kennari hjá danskólanum STEPS, kenna okkur byrjunarskrefin í step-dansi!!! Afar spennandi. Barnastarfi kirkjunnar lýkur að mestu leiti þennan dag og eigum við þar við sunnudagaskólann, kirkjukrakkahópinn, TTT hópinn, æfak-hópinn og barnakórana báða. Við erum þakklát fyrir það fjölbreytta og góða starf sem hefur farið framm í allan vetur og kveðjum krakkana með söknuði. Vonumst hinsvega til að sjá þau öll aftur í haust.
Klukkan 13.00 hefst svo ORGELKRAKKAÆVINTÝRIÐ uppí kirkju. Þar taka Sigrún Magna og Guðný Einars á móti barnahópnum og leiða þau í gegnum ævintýri með hjálp Orgelkrakka Íslands. Það ætti engum að leiðast þennan sunnudagsmorguninn.
Verið öll innilega velkomin að taka þátt.