14.11.2013
Sunnudagurinn 17. nóvember er kirkjudagur Akureyrarkirkju.
En Akureyrarkirkja var vígð 17. nóvember 1940. Þann dag er sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl. 11.00 í umsjón sr. Sunnu Dóru Möller og
Hjalta Jónssonar.
Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 14.00. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson, sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Sunna Dóra Möller.
Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Að lokinni messu er hin árlega kaffi- og lukkupakkasala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin.