Páll Ísólfsson við orgel Akureyrarkirkju 1962
Minningartónleikar um Pál Ísólfsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur öll orgelverk tónskáldsins. Aðgangur er ókeypis.
Minningartónleikar um Pál Ísólfsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur öll orgelverk tónskáldsins. Aðgangur er ókeypis.
<br>
<br> <br><br>Páll Ísólfsson er einn af frumkvöðlum og máttarstólpum íslenskrar tónlistarsögu. Hann fæddist á Stokkseyri þann 12. október 1893 (og eru því 110 ár liðin frá fæðingu hans á þessu ári) og var af mikilli tónlistarætt. Hann stundaði tónlistarnám hér heima en hélt síðan til Leipzig og nam við tónlistarháskólann þar. Meðal kennara hans voru; Karl Straube, Max Reger og Robert Teichmüller. Hann dvaldi jafnframt um eins árs skeið í París og stundaði þar orgelnám hjá Joseph Bonnet. Þegar Páll kom heim hafði hann hlotið meiri tónlistamenntun en nokkur annar íslendingur fram að þessu. Hann helgaði sig uppbyggingu íslensks tónlistarlífs og varð mjög virkur á öllum sviðum þess, kom fram á tónleikum, fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, einn af stofnendum Tónlistarfélagsins í Reykjavík, fyrsti formaður Félags Íslenskra Organleikara, Dómorganisti og svo mætti lengi telja. Auk alls þessa var hann afkastamikið tónskáld og meðal tónverka hans mán nefna hljómsveitarverk, orgelverk, kórverk, sönglög, píanólög og leikhúsverk.
<br>Þess má geta að síðar á þessu ári kemur út geislaplata á vegum Skálholtsútgáfunnar þar sem Björn Steinar leikur öll orgelverk Páls Ísólfssonar.
<br>
<br>Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikararpróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarlífs við Akureyrarkirkju. Hann er formaður Listvinafélags Akureyrarkirkju, listrænn stjórnandi Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju og Sumartónleika í Akureyrarkirkju.
<br>Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis, m.a. á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Lettlandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur
<br>hvarvetna hlotið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Björn Steinar hefur leikið fyrir útvarp og sjónvarp og hljóðritað fjölda geisladiska.
<br>Björn Steinar naut opinberra starfslauna listamanna árið 1998 og er handhafi Menningarverðlauna DV 1999. Hann hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002.
<br>
<br>Sjá heimasíðu sumartónleikanna:
<br>http://akirkja.is/sumartonleikar
<br>
<br>