Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju.Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju.<br><br>Fimmtu og síðustu tónleikar í röðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 3. ágúst kl. 17.00.
<br>Flytjendur eru: Magnea Tómasdóttur, sópran og Guðmundur Sigurðsson, orgellleikari og munu þau flytja íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og við ljóð annarra höfunda í útsetningum Smára Ólasonar. Einnig verða fluttir sálmforleikir eftir J.S. Bach og orgelverk eftir Nicolas de Grigny. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
<br>
<br>Guðmundur og Magnea munu einnig leika og syngja í messu í Akureyrarkirkju kl. 11 árdegis á sunnudaginn 3. ágúst.
<br>
<br>Magnea Tómasdóttir sópran hóf söngnám hjá Unni Jensdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og og lauk 8. stigsprófi hjá henni við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Á árunum 1993-1996 stundaði Magnea framhaldsnám hjá Hazel Wood í Trinity College of Music í Lundúnum. Á árunum 1997-1999 var hún við Óperustúdíóið í Köln og leikárið 1999-2000 var hún fastráðin söngkona við sama hús. Meðal óperuhlutverka hennar þar eru Geirhildur í Valkyrjunni, Fyrsta dama í Töfraflautunni, Prinsessan frá Granada í Les Brigands og Sharon Graham í leikritinu Masterclass. Magnea fór með hlutverk Sentu í Hollendingnum fljúgandi í Þjóðleikhúsinu á listahátíð í Reykjavík vorið 2002 og í ágúst sama ár söng hún Sentu á óperuhátíðinni í Bad Hersfeld í Þýskalandi.
<br>Magnea hefur einnig komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri á Íslandi, Þýskalandi, Hollandi og Englandi þar sem hún söng Gurrelieder Schönbergs í Royal Festival Hall í Lundúnum.
<br>
<br>Guðmundur Sigurðsson lauk prófi í píanóleik og tónfræði frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1987. Þar naut hann lengst af leiðsagnar Erlu Stefánsdóttur í píanóleik. Kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar lauk hann árið 1996, þar sem Hörður Áskelsson var orgelkennari hans og Smári Ólason kennari hans í ýmsum hliðargreinum kirkjutónlistarnámsins. Árið 1998 lauk Guðmundur burtfararprófi í orgelleik frá sama skóla. Haustmisserið 1997 sótti hann einkatíma í orgelleik hjá prófessor Mark A. Anderson í Princeton í Bandaríkjunum og hlaut til þess náms styrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar.Vorið 2002 lauk hann Mastersnámi í orgelleik með láði frá Westminster Choir College í Princeton, þar sem Mark A. Anderson var kennari hans.Guðmundur tók við starfi organista við Bústaðakirkju í ágúst 2002.
<br>
<br>Sjá heimasíðu sumartónleikanna:
<br>http://akirkja.is/sumartonleikar
<br>