Óvenju mikið fjölmenni heimsótti Akureyrarkirkju nú í desember. Hátt á fjórða þúsund manns tók þátt í hefðbundnu helgihaldi kirkjunnar á aðventu og um jól. Við skírnir, hjónavígslur og útfarir í desember voru ríflega 2500 manns og við bætast svo heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna en þær töldu alls 700 nemendur. Þá eru ótaldar samverur í Safnaðarheimili kirkjunnar en að þeim meðtöldum má ætla að um tíuþúsund manns hafi heimsótt Akureyrarkirkju í desember. Það má því með sanni segja að Akureyringar hafi tekið fjölbreyttu og lifandi helgihaldi kirkjunnar fagnandi. Stemningin og allar heimsóknirnar segja allt sem segja þarf!