Fjögur fræðslukvöld um kvikmyndir verða í Glerárkirkju næstu miðvikudagskvöld og er fyrsta kvöldið 30. september kl. 19.00 í
safnaðarsal Glerárkirkju. Sr. Árni Svanur Daníelsson fjalla um hvernig trú og trúarstef birtast í kvikmyndum, máli sínu til stuðnings
verður hann með sýnidæmi.
Þann 7. október, Fjórar mínútur eftir Chris Kraus. 14. október, Listin að gráta í kór eftir Peter Schønau Fog og þann
21. október, Snjór eftir Aida Begic.
Í upphafi verður stutt kynning á myndunum og umræður á eftir.
Aðgangur er ókeypis. Bíódagar eru samstarfsverkefni Eyjafjarðarprófastsdæmis, Glerárkirkju og Deus ex chinema.
Nánari upplýsingar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis,
http://kirkjan.is/eyjafjardarprofastsdaemi/