Á Akureyrarvöku munu nokkrir söfnuðir taka þátt í sameiginlegri helgistund við Kirkjubæ kl. 14.00. Söngur verður í umsjá
Hjálpræðishersins, félaga úr Fíladelfíu og félaga úr Kórs Glerárkirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Auk
almenns söng viðstaddra sem vilja taka þátt. Sr. Sólveig Halla mun flytja stutta hugleiðingu út frá yfirskrift samverunnar ,,Fjölbreytnin er
sæt." Allir hvattir til að mæta og eiga góða stund við Kirkjubæ. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis http://www.kirkjan.is/eyjafjardarprofastsdaemi