Af óviðráðanlegum orsökum er æðruleysismessunni sem átti að vera í kvöld, sunnudaginn
24.febrúar, kl. 20.00 í Akureyrarkirkju frestað um óákveðinn tíma.
sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju sunnudaginn 24. febrúar kl. 20.00.
Um þessar mundir eru liðin 15 ár frá fyrstu
æðruleysismessunni á Íslandi. Það voru sr. Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir sem riðu á vaðið
með þessa tegund helgihalds í Akureyrarkirkju þann 14. febrúar 1998. Í dag er hún ómissandi þáttur í helgihaldi fjölmargra
kirkna.
Við ætlum að fagna fimmtán árunum og vonumst til að sjá sem allra flesta gamla og nýja vini æðruleysismessunnar í kirkjunni og
síðan í afmæliskaffi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Hjalti Jónsson sér um tónlistarþáttinn og fær e.t.v. fleiri til liðs við sig og prestar sem þjónað hafa í
æðruleysismessunum gegnum árin ætla að sjá saman um þjónustuna.
Fastir liðir eins og reynslusaga, bænagjörð, mikill söngur og smurning verða auðvitað á sínum stað.
Allir eru hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur.
Prestarnir