Farin var algerlega frábær ferð á Hólavatn með unglingana í ÆFAK og UD - glerá um helgina. Gist var eina nótt og gekk allt eins og í sögu. Fyrir það fyrsta eru þessi unglingar til fyrirmyndar í hegðun og framkomu og skemmtu sér konunglega. Þónokkurt frjálsræði var á dagskránni. Leikið við vatnið, synt og buslað. Slappað af í hengirúmum uppí skógi og grillaðir sykurpúðar við varðeldinn. Sumir fengu sér líka "Smores". Leikurinn Varúlfur var vinsæll og pizzan í kvöldmatnum sömuleiðis. Sólin gladdi okkur öll um morguninn og var því hálfleiðinglegt að fara svona snemma heim, en laugardagurinn var einmitt vinnudagur fyrir góðvini Hólavatns og ýmsar lagfæringar framundan hjá þeim fyrir sumarið.
Það voru því sælir og kátir unglingar sem héldu heim á leið eftir ánægjulega dvöl með leiðtogum sínum.
Þökkum fyrir okkur og veturinn allann. Fleiri myndir eru í albúmi á þessari síðu!
Sonja, María, Darri, Felix og Svanhvít.