ÆFAK bregður á leik
Síðastliðna helgi fóru 19 ungmenni úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, ÆFAK, á Landsmót Þjóðkirkjunnar. Hópurinn fór ásamt sr. Sólveigu Höllu og Ölmu Guðnad. leiðtoga. Að þessu sinni var mótið haldið í Vatnaskógi og var metþáttaka um 340 manns! Haldið var af stað um klukkan 4 á föstudag og komið heim um kvöldmatarleyti á sunnudeginum. Ferð þessi heppnaðist afar vel og unglingarnir tóku virkan þátt. Þeir höfðu m.a. haldið ljósmyndakvöld og afraksturinn var sýndur á mótinu. En þema mótsins var Kjóstu kærleikann.
Síðastliðna helgi fóru 19 ungmenni úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, ÆFAK, á Landsmót Þjóðkirkjunnar. Hópurinn fór ásamt sr. Sólveigu Höllu og Ölmu Guðnad. leiðtoga. Að þessu sinni var mótið haldið í Vatnaskógi og var metþáttaka um 340 manns! Haldið var af stað um klukkan 4 á föstudag og komið heim um kvöldmatarleyti á sunnudeginum. Ferð þessi heppnaðist afar vel og unglingarnir tóku virkan þátt. Þeir höfðu m.a. haldið ljósmyndakvöld og afraksturinn var sýndur á mótinu. En þema mótsins var Kjóstu kærleikann. Fyrirlestrar, verkstæði og smiðjur, búningaball, Fáránleikakeppni og fleira var meðal þess sem var á dagskrá mótsins. Óhætt er að segja að við erum afar stolt af unglingunum okkar og hlökkum til áframhaldsins í vetur. Og í nóvember verður fermingarbörnunum boðið að koma inn í félagið.