Við í Akureyrarkirkju höldum upp á Æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar sunnudaginn 23. febrúar þar sem 1. mars, hinn rétti Æskulýðsdagur lendir í vetrarfríi grunnskóla Akureyrarbæjar.
Við fögnum þessum degi með tveimur messum. Kl 11:00 er BÚNINGAMESSA fyrir fjölskylduna, sjá meðfylgjandi auglýsingu og um kvöldið verður Æskulýðsmessa kl. 20:00. Í báðum þessum messum er rætt um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og þau tengd við okkar starf í kirkjunni. Einnig verður kveikt á regnbogakertinu og regnbogabæn flutt.
Spennandi viðburðir sem allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í með okkur.