27.02.2007
Á sunnudaginn, 4. mars, er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma í heimsókn og syngja og spila. Stúlknakórinn ásamt barnakórum kirkjunnar taka þátt í athöfninni. Stjórnendur: Eyþór Ingi Jónsson og Arnór B. Vilbergsson. Prestur: Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Súpa og brauð á eftir. Um kvöldið kl. 20:30 verða svo Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson með tónleika í kirkjunni. Miðaverð kr. 1000. Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn!