Helgina 25.-27.október fór hópur frá ÆFAK á landsmót í Ólafsvík sem ÆSKÞ hélt. Var ferðin mjög vel heppnuð og skemmtileg dagskrá. Þema helgarinnar var skapandi landsmót þar sem unnið var með sköpunargleði krakkanna sem komu. Helstu dagskrárliðir voru; hópastarf, fræðsla, ratleikur, helgistundir, ball og ýmislegt fleira. Svolítið rými var líka fyrir frjálsan tíma. Krakkarnir okkar voru til fyrirmyndir þessa helgi og stóðu sig mjög vel. Þau tóku þátt í verkefnum mótsins og höfðu gaman af. Á mótinu voru um 250 aðrir krakkar og mynduðust einhver tengsl þeirra á milli.
Við getum öll verið stolt af hópnum. Næsta landsmót er á planinu eftir ár, en þá verður það haldið á Sauðarárkróki, sem er töluvert styttra að heimsækja :)