Helgina 10.-12. mars fór framm æskulýðsmót hér á Akureyri á vegum Æskey og Æska. Fór mótið að mestu framm í Akureyrarkirkju, en mótsgestir gistu í Rósenborg. Má segja að mótið hafi gengið vonum framar alla helgina. Ungmennin 99 voru til fyrirmyndar. Dagskráin var fjölbreytt og gekk vel. Nefna má viðburði eins og skautadiskó, helgistund, fræðslu um samskiptamiðla, hópasmiðjur af ýmsum toga, kvöldvöku, hæfileikakeppni, diskótek og kveðjumessu. Einnig var frjáls tími hluta úr laugardeginum þar sem unglingarnir gátu þvælst svolítið um bæinn og skellt sér í sund. Margt gott fólk lagði mótinu lið og þökkum við mótsstjórar kærlega fyrir þeirra innlegg og einnig alla hjálp frá leiðtogum krakkanna sem komu úr kirkjunum, bæði af norðurlandi og austurlandi. Það er hvetjandi og gaman fyrir unglingana að kynnast öðrum unglinum sem eru í svipuðu kirkjustarfi annars staðar af landinu. Þau mynda tengls og skapa góðar minningar úr kirkjustarfinu. Eins er gott fyrir leiðtoga að kynnast öðrum leiðtogum upp á samstarf seinna meir á lífsleiðinni.
Megi samstarf milli æskulýðsfélaga halda áfram að blómstra sem mest og best!
Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu.