Akureyrarkirkja sunnudaginn 16. febrúar

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00. Umsjón Tinna Hermannsdóttir og Hermann Óskar Hermannsson.
Júróvisjónmessa í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Eldri barnakór Akureyrarkirkju, Ívar Helgason og Eyþór Ingi Jónsson flytja júróvisjónlög frá ýmsum löndum í áranna rás. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Hlökkum til að sjá ykkur !