Akureyrarsókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa

Um er að ræða 100% stöðu og miðað við að viðkomandi hefji störf 1. ágúst 2024.
Starfið skiptist þannig að gert er ráð fyrir að 70% af tíma starfsmanns falli í þágu safnaðarstarfs Akureyrarkirkju og 30% verði unnin í þágu Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis með það að markmiði að efla æskulýðsstarf á starfssvæðinu og auka samskipti og samgang milli æskulýðsfélaga. Starfsmaðurinn mun einnig aðstoða við annað safnaðarstarf á svæðinu. Prófastur getur fengið æskulýðsfulltrúa til aðstoðar við afmörkuð tilfallandi verkefni ef þörf er á.

Æskilegt er að starfsmaðurinn hafið guðfræði- djákna- eða uppeldisfræðilega menntun og reynslu af starfi meðal barna og unglinga.
Laun eru samkomulagsatriði.

Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur, Hildur Eir Bolladóttir í síma 863-1504.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2024.
Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: soknarnefnd@akirkja.is 

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju.