Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristinna manna verður haldin hér á landi dagana 17.-24. janúar 2010. Um heim allan sameinast kristið
fólk í bæn fyrir einingu þessa daga og lesa bænir og texta sem útbúnir eru sameiginlega af fulltrúum ólíkra kirkjudeilda
í einhverju aðildalanda Alkirkjuráðsins og sendir út af Alkirkjuráðinu og Kaþólsku kirkjunni.
Í þetta sinn kemur efni bænavikunnar frá Edinborg í minningu þess að 100 ár eru liðin frá stóru kristniboðsþingi sem
þar var haldið árið 1910 og er talið marka upphaf samkirkjulegu hreyfingarinnar.
Bænavikan hefur verið haldin hérlendis frá árinu 1968 og er skipulögð af Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Í þeirri nefnd eiga
nú sæti fulltrúar Aðventkirkjunnar, Hjálræðishersins, Hvítasunnumanna, Íslensku Kristskirkjunnar, Kaþólsku kirkjunnar,
Óháða safnaðarins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Vegaris og Þjóðkirkjunnar. Kröftugur samkirkjulegur hópur hefur
undanfarið ár undirbúið dagská bænavikunnar á Akureyri.
Dagskrána er hægt að nálgast
hér.