Sunnudaginn 8. desember kl. 20.00 verða hinir árlegu styrktartónleikar Líknarsjóðsins Ljósberans í Akureyrarkirkju.
Á tónleikunum koma fram þau Björg Þórhallsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Kristjana Arngrímsdóttir, Ívar Helgason
og félagar úr Kór Akureyrarkirkju.
Hljómsveitina skipa þau Lára Sóley Jóhannsdóttir konsertmeistari, Zsuzsanna Bitay fiðla, Lisa McMaster víóla, Ásdís
Arnardóttir selló, Þórir Jóhannsson kontrabassi, Petrea Óskarsdóttir þverflauta Elísabet Waage harpa og Eyþór Ingi
Jónsson orgel. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.
Á efnisskránni eru íslensk jólalög í bland við tónlist frá ýmsum löndum.
Flutt verður jólalag Ljósberans 2013 eftir Michael Jón Clarke.
Aðgangseyrir er kr. 2900 og rennur óskiptur til styrktar bágstöddum einstaklingum og fjölskyldum á Akureyri fyrir jólin. Á tónleikunum
verður einnig tekið við frjálsum framlögum til sjóðsins.
Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Hafnarstræti.
Líknarsjóðurinn Ljósberinn - minningarsjóður sr. Þórhalls Höskuldssonar.
Reikningur 0302-13-701414, kt. 410169-6149.