08.02.2015
Kæra fólk, þetta er ekki djók en nú er enn að rjúka upp veðrið og við töluðum við vaktahafandi veðurfræðing og
spáð er kolvitlausu veðri hér í firðinum, meðalvindur 25-30 m/s og 45-55 m/s í hviðum og okkur var ráðlagt að aflýsa
helgihaldinu í kvöld enda varað við að fólk sé á ferli á meðan þetta gengur yfir. Við hlustum á þessar
viðvaranir og fellum niður æðruleysismessuna í kvöld og geymum hana til betri tíma. Það er víst ekki hægt annað en að taka
þessu veðri með sönnu æðruleysi og vera heima við í kvöld.
Kveðja Sunna Dóra og Oddur Bjarni.