Eins og kunnugt er hefur
sr. Sunna Dóra Möller látið af störfum í Akureyrarkirkju og tekið til starfa
sem sóknarprestur í Hjallakirkju í Kópavogi. Undanfarin ár hefur hún haft
yfirumsjón með barna- og æskulýðsstarfinu hér í kirkjunni. Eru henni þökkuð vel
unnin störf.
Enn hefur ekki verið ráðin manneskja í
stað Sunnu Dóru en starfið verður auglýst á allra næstu dögum. Lausráðið fólk
hefur að undanförnu annast sunnudagaskólann og barnastarfið í kirkjunni á
miðvikudögum. Þeir starfsþættir verða eins og venjulega fram á vorið. Á hinn
bóginn var í ljósi stöðunnar ákveðið að Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju færi að
þessu sinni um það bil mánuði fyrr í sumarfrí en venjulega. Félagið mun síðan
taka aftur til starfa næsta haust. Þá verður væntanlega búið að ráða manneskju
til að hugsa um það og annað barna- og æskulýðsstarf í Akureyrarkirkju.