Barna- og unglingastarf

Frábært tækifæri til að starfa með börnum og unglingum! Akureyrarkirkja óskar nú eftir að ráða starfsfólk 20 ára og eldra í barna- og unglingastarf. Um er að ræða sunnudagaskóla, starf með 6-9 ára, 10-12 ára og með unglingum 13-16 ára. Hver hópur hittist einu sinni í viku, eina klukkustund í senn á miðvikudögum. Starfið felst í því að syngja með börnunum, segja sögur, föndra, fara í leiki, eiga samtal og semveru með þeim. Umsjón með starfinu hefur sr. Sólveig Halla og er velkomið að fá nánari upplýsingar hjá henni varðandi starfið og launakjör. Ef þú hefur áhuga, vinsamlegast hafðu samband við sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur í Akureyrarkirkju. Sími 820-7275, 462-7700, eða halla@akirkja.is