21.01.2003
Í Akureyrarkirkju er rekið fjölbreytt barna- og unglingastarf á veturna. Sunnudagaskólinn er klukkan 11 og á mánudögum kl. 16 hittast Kirkjusprellararnir, sem eru 6-9 ára. Tíu til tólf ára börn, TTT-hópurinn, hittast vikulega á mánudögum klukkan 17.30. Í Akureyrarkirkju er rekið fjölbreytt barna- og unglingastarf á veturna. Sunnudagaskólinn er klukkan 11 og á mánudögum kl. 16 hittast Kirkjusprellararnir, sem eru 6-9 ára. Tíu til tólf ára börn, TTT-hópurinn, hittast vikulega á mánudögum klukkan 17.30. <br><br>Á þriðjudögum klukkan 15.30 er fermingarfræðsla fyrir nemendur skólanna þriggja í sókninni, Lundarskóla, Oddeyrarskóla og Brekkuskóla. Nemendunum er skipt í þrjá hópa og mætir einn hópur hverju sinni. Félagar í Æskulýðsfélaginu, ÆFAK, hittast á miðvikudögum klukkan 20 og á fimmtudögum eru æfingar barnakórsins og unglingakórsins. Fyrrnefnda æfingin hefst klukkan 15.30 og æfingar unglingakórsins klukkan 17.