Barna og æskulýðsstarfið byrjar 15. sept 2021

Með mikilli gleði og tilhlökkun er gaman að segja frá því að barna og unglingastarfið við Akureyrarkirkju fer brátt að byrja. Miðvikudagurinn 15. september er DAGURINN !  

Þá byrja KIRKJUKRAKKAR (1. - 4. bekkur), kl. 15-16,  TTT-starfið (5. - 7. bekkur)  kl. 16:30-17:30 og um kvöldið er ÆFAK (8. - 10. bekkur) , unglingastarfið kl. 20-21:30.  

Í boði eru fjölbreyttar stundir, vikulega. Verkefnin eru af ýmsum toga, fræðandi og skemmtileg en einnig krefjandi. Áhersla er lögð á að börnum og unglingum líði vel og séu virk í starfinu. Að þau næri sálina með umræðum um tilfinningar og dygðir og því góða sem lífið gefur okkur. Mikilvægt er að hver og einn fái að njóta sín og blómstra! 

Ekki hika við að hafa samband til að fá upplýsingar hjá Sonju, æskulýðsfulltrúa, sonja@akirkja.is, sími 4627705.  Öllum er velkomið að koma og prófa nokkur skipti áður en þeir skrá sig. 

SKRÁNING Í STARFIÐ ER NAUÐSYNLEG OG FER FRAMM Á : akirkja.is 

Kostnaður er enginn.