Barnakórar Akureyrarkirkju taka þátt í barnamenningarhátíð á Akureyri með verkefninu Tónatal. Tónatal er samstarfsverkefni kóranna og nemenda 4.-5. bekkjar í Glerárskóla undir leiðsögn og stjórn Elsu Maríu Guðmundsdóttur myndmenntakennara og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur kórstjóra.
Tónatal mun opna í Hamragili í Menningarhúsinu Hofi á sumardaginn fyrsta 20. apríl 2023. Við opnun sýningarinnar syngja barnakórarnir undir stjórn Sigrúnar og á veggjum í Hamragili verða um 30 myndverk sem tengjast lögunum og eru eftir börnin í Glerárskóla, unnin undir handleiðslu Elsu.
Tónatal er styrkt af barnamenningarsjóði.