Stúlknakór Akureyrarkirkju
Inntaka nýrra félaga í Barnakóra og Stúlknakór Akureyrarkirkju er hafin. Áhugasamir hafi sambandi við Eyþór Inga Jónsson í s. 462 7702 eða 866 3393 (til kl. 17 á daginn) eða í netfang: eythor@akirkja.is <P>Inntaka nýrra félaga í Barnakóra og Stúlknakór Akureyrarkirkju er hafin. Áhugasamir hafi sambandi við Eyþór Inga Jónsson í s. 462 7702 eða 866 3393 (til kl. 17 á daginn) eða í netfang: <A href="mailto:eythor@akirkja.is">eythor@akirkja.is</A> </P>
<P>Starf kóranna hefst í næstu viku. Nú eru barnakórarnir orðnir tveir. Yngri kórinn er fyrir börn fædd 1996-1998 og sá eldri fyrir börn fædd 1993-1995. Lögð er áhersla á skemmtilegan og hressilegan einradda söng og leiki hjá yngri kórnum og munu þau koma fram u.þ.b. einu sinni í mánuði í starfi kirkjunnar. Æfingar verða á þriðjudögum, sennilega á milli kl. 15.30 og 16.10.</P>
<P>Eldri barnakórinn, börn fædd 1993-1995, mun syngja örlítið erfiðari söngva, byrjað verður á að æfa fleirrada söng. Þau koma einnig fram u.þ.b. einu sinni í mánuði. Meðal verkefna er helgileikur fyrir jólin. Æfingar eru á fimmtudögum kl 15.30 - 16.30</P>
<P>Starf Stúlknakórs hefur aukist mikið síðustu ár og syngja þær nú orðið við fjölmörg tækifæri, bæði í tengslum við kirkjustarfið og utan þess. Kórinn heldur amk tvenna tónleika í vetur ásamt ýmsum samstarfsverkefnum. Kórinn er nýkominn úr tónleikaferð til Svíþjóðar og Finnlands. Sú ferð tókst með eindæmum vel og fékk kórinn lofsamlega dóma fyrir söng sinn og framkomu. Efnisval er fjölbreytt, allt frá hressilegum dægurlögum til háklassískrar kirkjutónlistar. Félagsstarf kórsins er öflugt og foreldrastarfið einnig. Kórinn kemur m.a. fram við kvöldmessur einu sinni í mánuði, þar sem flutt er létt tónlist, við aðventukvöld, á kirkjulistaviku. Í kórnum eru um 40 stúlkur, fæddar 1992 og síðar. Kórinn æfir á fimmtudögum kl. 17-19. </P>
<P> </P>