Barnastarf Akureyrarkirkju hefst 14. september 2022

Í boði eru 3 hópar með mismunandi aldur. Kirkjukrakkar eru börn í 1. - 4 bekk og eiga þau tíma alla miðvikudaga milli kl. 15-16. TTT hópurinn eru börn í 5. - 7. bekk og eiga þau tíma alla miðvikudaga frá 16:30 - 17:30. Unglingarnir eiga svo sína tíma á miðvikudagskvöldum frá kl. 20-21:30. Þeirra hópur nefnist ÆFAK - Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju, og eru þar unglingar í 8. - 10. bekk.  Boðið er upp á fjölbreyttar stundir með ýmsum verkefnum sem henta aldri og þroska barnanna. Eins er mismunandi hvað er gert vegna stærðar hópa. Áhersla er lögð á að börnunum líði vel og séu virk í starfinu. Að þau næri sálina með umræðum um tilfinningar og dygðir og því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Mikilvægt er að hver og einn fái að njóta sín og að sköpunargleði hvers og eins fái að blómstra.  Þátttaka er börnunum að kostnaðarlausu og allir hjartanlega velkomnir. Allt starfið fer framm í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, nema annað sé tekið framm. Meðal verkefna má nefna: allskonar leikir, ratleikir, feluleikir, bakstur, bingó, óvissuferðir, spurningaleikir, kahoot, föngur, slökunarstundir, hugleiðsla, söngur, dans, leiklist, subbufundur, minute to win it - keppni, biblíusögur, bænir, verkefni um tilfinningar og dygðir, framhalssögur lesnar og fleira og fleira. 

Hlökkum til að taka á móti krökkunum öllum! 

Með umsjón fer Sonja Kro, æskulýðfulltrúi ásamt aðstoðarfólki. Nánari upplýsingar í síma 4627702 eða í netfanginu sonja@akirkja.is 

skráning fer framm hér.