Laugardaginn 13. desember nk. heldur þýski organistinn Christian Schmitt tónleika í Akureyrarkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. Schmitt hefur leikið
með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Evrópu og er nú um stundir sérstakur orgelráðgjafi Fílharmóníusveitar
Berlínar.
Christian Schmitt fæddist árið 1976 í Erbringen í Þýskalandi. Hann er einn eftirsóttasti konsertorganisti heimsins í dag og
árið 2013 hlaut hann hin eftirsóttu Echo-verðlaun sem eru ein æðstu verðlaun tónlistarmanna í Þýskalandi. Schmitt lærði
kirkjutónlist og konsertleik í Saarbrücken og orgelleik hjá James David Christie í Boston and Daniel Roth í París. Hann hefur borið sigur úr
býtum í meira en tíu alþjóðlegum orgel– og tónlistarkeppnum í Atlanta, Brugge, Calgary, Fíladelfíu og
Tókíó. Hann sigraði í Tónlistarkeppni Þýskalands árið 2001 og árið 2003 var hann sæmdur Pro Europa viðurkenningu
Menningarráðs Evrópu.
Christian Schmitt hefur haldið tónleika víða um veröld og gefið út hátt í 40 geisladiska með orgelleik sínum. Efnisskrá hans
er afar fjölbreytt og er að þessu sinni meðal annars að finna á henni verk eftir Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen, Carl Philipp Emanuel Bach og Charles
Frost.
Sendiráð Þýskalands á Íslandi, ásamt Akureyrarstofu, býður Akureyringum að njóta tónleika Christians Schmitts í
Akureyrarkirkju án endurgjalds.