20.02.2006
Í gær, sunnudag, var Biblíudagur og Konudagur. Guðsþjónustan tók mið af þessu tvennu. Konur úr kvenfélagi kirkjunnar lásu ritningarlestra, minnst var á Konudaginn í prédikuninni og svo auðvitað Orð Guðs sem var innihald guðspjallsins. Þar sagði frá sáðmanninum sem fór út að sá og sæðið féll í mismunandi jarðveg. Megin efni prédikunarinnar var fyrirgefningin og var hún skoðuð sem sáðkorn í leit að jarðvegi: ,,Fyrirgefningin getur fallið á kalda klöpp og þá skilar hún engu. En sé umgjörð fyrirgefningar góður jarðvegur, gott hjarta, þá er hún hins vegar vís með að auðga og dýpka tilveruna þeim sem hjartað slær."