Þekkið þið ekki parið sem er búið að vera saman lengi og ætlar alltaf að gifta sig en svo bara er aldrei rétti tíminn?
Eða er það kannski bara staðan hjá þér?
Þetta þarf ekki að vera flókið, og nú er þetta bara eins einfalt og mögulegt verður. Á Valentínusardaginn, föstudaginn 14. febrúar, ætla prestarnir á Akureyri að taka fagnandi á móti pörum í Glerárkirkju sem vilja gifta sig án alls umstangsins sem fylgir hefðbundinni hjónavígslu. Fallegar og einfaldar athafnir, myndabás, kaka sem pörin taka með sér heim og allt án endurgjalds!
Nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum, skella sér á skeljarnar og fagna degi ástarinnar á eftirminnilegan hátt.
Skráning og nánari upplýsingar í gegnum netfangið: sindrigeir@glerarkirkja.is