07.04.2006
Dymbilvika hefst á pálmasunnudegi. Þá verður ferming í kirkjunni kl. 10:30. Á skírdag verður kvöldmessa kl. 20:30. Föstudagurinn langi hefst með lestri Passíusálmanna og um kvöldið kl. 21 verður kyrrðarstund við krossinn. Þessir dagar eru þrungnir merkingu. Á pálmasunnudegi eru á mörgum heimilum... Dymbilvika hefst á pálmasunnudegi. Þá verður ferming í kirkjunni kl. 10:30. Á skírdag verður kvöldmessa kl. 20:30. Föstudagurinn langi hefst með lestri Passíusálmanna og um kvöldið kl. 21 verður kyrrðarstund við krossinn. Þessir dagar eru þrungnir merkingu. Á pálmasunnudegi eru á mörgum heimilum birkihríslur settar í vatn en þær minna á pálmagreinarnar sem fólkið veifaði við komu Jesú inn í Jerúsalem. Á skírdag minnumst við síðustu kvöldmáltíðarinnar. Þá er altarisganga í kirkjunni. Á föstudaginn langa var Jesús krossfestur. Það er sorgardagur, dagur kyrrðar. Ekki er kveikt á kertum þennan dag. Laugardagurinn er undirbúningsdagur fyrir páskana þá eru páskagreinarnar skreyttar og heimilið undirbúið fyrir hina miklu hátíð.