Í eldri barnakórnum eru skemmtilegar stelpur í 5.-7. bekk sem gjarnan vilja fá fleiri stelpur og stráka í hópinn.
Framundan eru jólatónleikar ásamt skemmtilegu félagsstarfi og vorferðalagi.
Kórinn æfir á fimmtudögum frá kl. 16.00-17.00.
Stúlknakórinn vill líka bæta við félögum. Í kórnum eru stúlkur fæddar 1996 og eldri. Framundan eru upptökur,
ferðalög og tónleikar með þekktum listamönnum. Kórinn æfir á fimmtudögum frá kl. 17.00-18.30.
Gríðarlega kraftmikið kórastarf er í Akureyrarkirkju. Þar starfa 6 kórar með u.þ.b. 200 félögum.
Kórstjórar eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem bæði hafa lokið háskólanámi
í kórstjórn með áherslu á barna- og unglingastarf.
Þátttaka er ókeypis og er tekið við skráningu á netfanginu organistar@akirkja.is