Styrktartónleikar í Akureyrarkirkju 29. mars kl. 20.00

Safnað fyrir fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu. 

Starfsfólk kirkjunnar er á fullu að undirbúa styrktartónleika fyrir fórnarlömb stríðsins í Úkraínu. Tónleikarnir eru í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar og sjónvarpsstöðina N4, en tónleikarnir verða teknir upp og sýndir á stöðinni á páskadag. 

Á tónleikunum koma meðal annars fram Kór Akureyrarkirkju, Eldri barnakór Akureyrarkirkju, Hymnodia, Kristjana Arngrímsdóttir, Elvý G. Hreinsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson, Emil Þorri Emilsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Davíðsson og Eyþór Ingi Jónsson.  Munu þau flytja fallegan friðarboðskap og tónlist frá Úkraínu. 

Öll innkoma af tónleikunum fer óskipt til hjálparstarfs á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Aðstoðin felst fyrst og fremst í því að fólkið fær mat, drykk, hreinlætisvörur og aðstöðu, auk þess sem börnum fá aðstöðu til að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum við innganginn. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0302-26-3077, kt. 410169-6149.

 Nánari upplýsingar https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/adstod-veitt-flottafolki-fra-ukrainu/