Norræn kórahátíð Norbusang

Á tónleikum í Sct. Michaelis kirkjunni
Á tónleikum í Sct. Michaelis kirkjunni

Eldri barnakór Akureyrarkirkju tók þátt í norrænu kórahátíðinni Norbusang sem haldin var í Fredericia á Jótlandi í Danmörku 8. – 12. maí sl. undir stjórn Sigrúnar Mögnu kórstjóra.

Kórinn tók þátt í vinnusmiðjum, hélt tónleika bæði einn og sér og líka með öðrum kórum. Öll börnin stóðu sig með prýði og voru til fyrirmyndar í alla staði, bæði í söng og framkomu og það var gaman að ferðast með þessum góðu krökkum.

Vaskur hópur foreldra hefur haft veg og vanda af fjármögnun ferðarinnar og  með í för voru fararstjórar úr hópi foreldra sem voru algjörlega frábærir og brugðust fumlaust og örugglega við öllu sem upp kom.