Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl.11.00.
Umsjón sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir
Bolladóttir.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson flytja
samtalspredikun.
Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.
Léttar veitingar í Safnaðarheimilinu að messu og sunnudagaskóla loknum.
Fyrirlestur í Safnaðarheimilinu kl. 12.30.
"Geta múslimar farið í sund?: hugmyndir innan Islam
varðandi líkamann, nekt og samskipti kynjanna." nefnist fyrirlestur
Matthildar Bjarnadóttur meistaranema í trúarbragðafræðum.
Aðgangur er ókeypis
og allir hjartanlega velkomnir.
Myndlistarsýning
Rósu Njálsdóttur opin í Safnaðarheimilinu.
Eyfirskar söngperlur (Söngur og sætabrauð) í Akureyrarkirkju kl.16.00. Kór Akureyrarkirkju flytur úrval laga sem tengjast
Eyjafirði.
Stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson, sérstakur gestur Óskar Pétursson.Eftir tónleikana verður boðið uppá léttar kaffiveitingar að eyfirskum sið í
Safnaðarheimilinu. Miðaverð kr. 2500, kaffið innifalið og posi á staðnum.