Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan hefst með ferð í Fermingarskóla á Vestmannsvatni. Farið er í þremur hópum og gistir hver hópur eina nótt. Þetta er í þriðja sinn sem fermingarbörnin eru boðuð að Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum þar er ákaflega góð.
Hóparnir skiptast þannig:
Hópur 1
Brekkuskóli, fer fimmtudaginn 14. ágúst.
Mæting kl. 16.00 við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.30.
Heimkoma, föstudaginn 15. ágúst kl. 19.00,
Hópur 2
Lundarskóli (sjá nafnalista), fer mánudaginn 18. ágúst.
Mæting kl. 16.00 við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.30.
Heimkoma, þriðjudaginn 19. ágúst kl. 19.00.
Hópur 3
Lundarskóli (snafnalista) og Oddeyrarskóli, fer þriðjudaginn 19. ágúst.
Mæting kl. 16.00 við Akureyrarkirkju, brottför kl 16.30.
Heimkoma, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 19.00.

Allir hópar koma heim kl. 19.00 daginn eftir að þau fara og biðjum við foreldra að sækja börnin að Akureyrarkirkju.
Fermingarskólinn kostar kr. 2000 og biðjum við fermingarbörnin að mæta með greiðsluna með sér.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 462-7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.is