21.10.2008
Í dag, þriðjudaginn 21. október, kl. 15.00 koma tveir gestir frá Úganda í heimsókn í fermingarfræðslutíma og viljum við
bjóða fermingarbörnum í Lundarskóla, Oddeyrarskóla og Brekkuskóla að koma og hitta þá. Þeir verða með fræðslu
um ástandið í sínu heimalandi og boðið verður upp á spjall að henni lokinni.
Mjög æskilegt er að fermingarbörnin mæti, því að í nóvember taka þau þátt í árlegri
söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, þessi heimsókn er liður í undirbúningi fyrir söfnunina, nánar auglýst í
fermingarfræðslutíma.