Við hér í Akureyrarkirkju erum nú farin að huga að fermingarfræðslu vetrarins sem hefst með ferð í
Fermingarskóla
á Vestmannsvatni, dagana 13.-19. ágúst, og viljum við boða þau ungmenni sem ætla að fermast í vor til hennar. Einnig eru þau
velkomin sem ekki hafa í hyggju að fermast.
Farið er í þremur hópum og gistir hver hópur eina nótt. Þetta er í fjórða sinn sem fermingarbörn eru boðuð að
Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum er ákaflega góð.
Brottför og komur hópanna er sem hér segir:
Hópur 1: Brekkuskóli.
Fer fimmtudaginn 13. ágúst, mæting kl. 16.15 við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.30. Heimkoma: föstudaginn 14. ágúst kl. 18.00.
Hópur 2: Lundarskóli (sjá nafnalista).
Fer mánudaginn 17. ágúst, mæting kl. 16.15 við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.30. Heimkoma: þriðjudaginn 18. ágúst
kl.
18.30.
Hópur 3: Lundarskóli (sjá nafnalista) og Oddeyrarskóli.
Fer þriðjudaginn 18. ágúst, mæting kl. 16.15 við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.30. Heimkoma: miðvikudaginn 19. ágúst kl. 18.00.
Við biðjum foreldra að sækja börnin að Akureyrarkirkju við heimkomu.
Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðin að skrá fermingarbörnin í ferðina hjá ritara í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00
virka daga, eða á netfangiðgyda@akirkja.is, fyrir þriðjudaginn 11. ágúst
næstkomandi.